Úrskurður aganefndar 25 nóv 2025

Mál 1

Tekin er fyrir atvikaskýrsla dómara frá leik Jötna og Fjölnis í U22 hluta Topp deildar karla, sem leikin var á Akureyri 22. Nóvember 2025. Nefndin hefur leikskýrslu leiks, atvikaskýrslu dómara og upptöku frá beinu streymi leiksins til þess að meta atvikið og byggir úrskurð sinn á þessum gögnum.

Málsatvik:
Á tímanum 56:39 í þriðja leikhluta eru smá stimpingar eru í gangi fyrir framan mark Fjölnis, milli leikmanns SA #3 og FJO #14, ekkert sem orð er á hafandi. Þegar leikmaður FJO #14 er að skauta í burtu frá markinu, kemur leikmaður SA #3 skautandi aftan að honum og slær hann með báðar hendur á kylfu aftan í höfuð. Þetta er svokölluð kylfuákreyrsla (e.  Cross check) aftan í höfuð andstæðings sem fellur við.  Sá er fyrir brotinu varð vissi ekki af högginu og var ófær um að verja sig. Brotaþoli hélt áfram leik eftir atvikið.  Nefndin dregur þá ályktun út frá þeim gögnum sem hún hefur til skoðunar að hér sé um hreint ásetningsbrot að ræða.  Dómari leiksins gaf leikmanninum 5+20 mínútna refsingu eða brottvísun úr leiknum byggt á reglu númer 48 Illegal hit to the head or neck.  Byggt á ofansögðu, úrskurðar nefndin eftirfarandi. 

Úrskurður
Leikmaður SA númer 3, Sölvi Blöndal hlýtur tvo leiki í bann. Bannið er alsherjarbann. 

Skýring:
Í málsatvikum hér að ofan er talað um leikmann Fjölnis númer 14 en viðkomandi leikmaður hóf leik í treyju númer 14 og er númer 14 á leikskýrslu.  Vegna þess að blóð var á treyju 14 eftir blóðnasir, var viðkomandi látin skipta að beiðni dómara leiksins, þegar atvikið á sér stað er hann í treyju númer 19. Skýring þessi á við bæði í máli 1 og 2. 

Mál 2

Tekin er fyrir atvikaskýrsla dómara frá leik Jötna og Fjölnis í U22 hluta Topp deildar karla, sem leikin var á Akureyri 22. Nóvember 2025. Nefndin hefur leikskýrslu leiks, atvikaskýrslu dómara og upptöku frá beinu streymi leiksins til þess að meta atvikið og byggir úrskurð sinn á þessum gögnum.

Málsatvik:
Þegar leik lýkur, er leikmaður FJO #14 að skauta í gegnum markteig SA. Dómari leiksins sá ekkert athugavert en línudómari tilkynnir aðaldómara að hún hafi séð  brotlegt atvik mjög greinilega þar sem leikmaðurinn hafi slegið í hjálm markvarðarins þannig að hjálmurinn féll af höfði hans. Dómarinn ákvað í framhaldinu að úthluta á leikmanninn 5+20 mínútna dóm byggt á reglu 48 Illegal hit to the head or neck. 

Í yfirferð aganefndar í málinu og með skoðun á upptöku frá streymi er ljóst að lýsing dómara af atvikinu er ekki nákvæm. Fótur leikmannsins fer í púða markmannsins, þar er greinileg snerting, en ekki er hægt að sjá að leikmaðurinn slái til markmannsins á einn eða neinn hátt. Samt sem áður er ekki hægt að útiloka að um snertingu hafi verið að ræða. Markvörðurinn tekur greinilega af sér hjálminn sjálfur. Byggt á ofansögðu, úrskurðar nefndin eftirfarandi. 

Úrskurður:
Í ljósi þeirra gagna sem nefndin hefur telur hún ekki ástæðu til þess að aðhafast frekar.

 

Mál 3

Atvikið átti sér stað á tímanum 45:55 í leik SA og SR í Topp deild karla sem leikin var á Akureyri 15 nóv.  síðastliðinn. 
Nefndin hefur leikskýrslu leiks, atvikaskýrslu dómara og upptöku frá beinu streymi leiksins til þess að meta atvikið og byggir úrskurð sinn á þessum gögnum. Ástæða þess að dómari ritaði atvikaskýrslu var grunur um meiðsli leikmanns.

Aganefnd hafa ekki borist ábendingar um meiðsli viðkomandi leikmanns og á upptöku frá beinu streymi leiksins sést að leikmaðurinn hélt áfram leik. 

Úrskurður: Aganefnd telur ekki ástæðu til þess að aðhafast vegna málsins.