Úrskurður Aganefndar 25. janúar 2019

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SR og Fjölnir/Björninn, mfl. frá 22. janúar 2019.

Leikmaður SR nr.7 Robbie Sigurdsson fékk leikdóm, Game Misconduct  skv. reglu 116 lið vi, við lok leiksins og færist það til bókar. Leikmaðurinn  lét nokkur vel valin orð falla í garð dómara í leik og við lok leiksins og lítur Aganefnd alvarlegum augum á slík atvik.

Úrskurður:  Leikmaður SR nr.7 Robbie Sigurdsson fær refsingu eins leiks bann fyrir brotið og er því ekki með leikheimild í næsta leik liðsins.

Bannið er allsherjarbann.

F.h Aganefndar

Þórhallur Viðarsson