Úrskurður Aganefndar 24.nóvember 2017

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik  Umfk Esju og Bjarnarins i meistaraflokki karla sem fram fór í Laugardal 21. nóvember 2017.

Fram kemur í atvikaskýrslu dómara að leikmaður Umfk Esju #19 Aron Knútsson, hafi snert dómara til þess að komast að leikmanni Bjarnarins og hefur það atvik verið sannreynt af Aganefnd.


Úrskurður: Aron Knútsson leikmaður Umfk Esju #19 er úrskurðaður í eins leiks bann fyrir Match Penalty og að auki tveggja leikja bann, samtals þriggja leikja bann.

 

Fh. Aganefndar
Þórhallur Viðarsson, formaður