Úrskurður aganefndar 24. febrúar 2021

Aganefnd barst erindi, ásamt vísun í upptöku af leik, frá stjórn Skautafélags Reykjavíkur þann 23. febrúar 2021 vegna atviks í leik SR og SA í mfl. karla leikinn þann 20. febrúar 2021.

Atvikið átti sér stað þegar 6 mínútur og 31 sekúnda voru eftir af fyrsta leikhluta þegar leikmaður SA nr. 23, setur út hné til að reyna að stöðva leikmann SR nr. 61. Með þeim afleiðingum að leikmaður SR liggur meiddur eftir. 

Samkvæmt upplýsingum sem aganefnd hefur eru meiðslin umtalsverð þannig að viðkomandi einstaklingur er frá sinni hefðbundnu vinnu í einhverjar vikur auk þess sem illa lítur út með áframhaldandi spilamennsku það sem af lifir tímabili.

Aganefnd hefur áður gefið út að hún mun taka til sérstakrar umfjöllunar tilvik þar sem leikmenn verða fyrir alvarlegum meiðslum. Slíkt á við í þessu tilfelli. 

Úrskurður; Leikmaður SA nr 23. Hafþór Sigrúnarson, er úrskurðaður í þriggja leikja bann.

F.h aganefndar

Konráð Gylfason