Úrskurður aganefndar 22.11.2012

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Jötna og Húna í meistaraflokki karla sem leikinn var þann 20.11.2012.

Leikmaður Húna nr. 32 Sigursteinn Atli Sighvatsson fékk brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál.
Aganefnd hefur yfirfarið atvikaskýrslu dómara en þar kemur m.a. fram að leikmaðurinn hafi sleppt hönskum sínum áður en hann fór í slagsmálin ásamt því að gera tilraunir til að sparka í andstæðing sinn. Eðli málsins samkvæmt getur stafað mikil hætta af skautablöðum. Aganefnd lýtur því mjög alvarlegum augum þegar leikmenn gera ítrekað tilraun til að sparka.

Úrskurður: Sigursteinn Atli Sighvatsson er úrskurðaður í tveggja leikja bann. Bannið er allsherjarbann.

Fh. Aganefndar

Viðar Garðarsson 
formaður