Úrskurður aganefndar 17. september 2021

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik mfl karla, SA-Fjölnir, sem leikinn var 11. september 2021.

Í atvikaskýrslu kemur fram að leikmaður SA, #19 fær MP á 31. mínútu. Í atvikaskýrslunni kemur fram að rangur leikmaður fékk MP og átti dómurinn að gilda um leikmann SA, #26, Andra Skúlason.  

Úrskurður: Aganefnd staðfestir að rangur maður hafi fengið MP og staðfestir hér með að leikmaður SA #26, Andri Skúlason, fær MP og því sjálfkrafa 1 leik í bann. Engir eftirmálar fyrir leikmann SA #19.

Aganefnd barst erindi frá formanni Íshokkídeildar Fjölnis úr sama leik. Þar sem óskað var eftir því að aganefnd tæki til skoðunar atvik þar sem leikmaður varð fyrir meiðslum.

Þar sem um meiðsli leikmanns var að ræða samþykkti aganefnd að taka erindi Fjölnis til efnislegrar umfjöllunar.

Úrskurður: Það er samhljóða álit aganefndar að framganga þeirra leikmanna sem að atvikinu komu um hafi verið innan reglna leiksins. Því sé ekki ástæða til aðgerða af hálfu nefndarinnar.

 

Fh. aganefndar Konráð Gylfason