Tekin er fyrir atvikaskýrsla dómara frá leik SA og SR í Toppdeild Karla frá 13. desember 2025. Nefndin hefur leikskýrslu leiks, atvikaskýrslu dómara og upptöku frá beinu streymi leiksins til þess að meta atvikið.
Málsatvik:
Leikmaður SR númer 92 og leikmaður SA eru í baráttu um pökkinn við rammann, Leikmaður SA dettur og virðist detta ofan á pökkinn. Leikmaður SR númer 92 er að reyna að stinga kylfunni sinni undir lappirnar til að ná til pekkjarins. Þegar hann gerir það í annað skiptið þá stingur hann kylfuendnaum í fót á leikmanni SA. Dómari stöðvaði leikinn og gaf leikmanninum 5 mínútna dóm og brottvísun úr leiknum samkvæmt reglu 62 fyrir kylfustungu (e. Spearing).
Úrskurður:
Umrætt atvik sést illa á upptöku frá streymi, en eftir að hafa farið ýtarlega yfir atvikaskýrslu dómara og skoðað umrædda upptöku var það álit nefndarinnar að ekki sé ástæða til þess að aðhafast frekar vegna málsins.