Úrskurður Aganefndar 14.september 2018

Stjórn Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) samþykkti á fundi sínum þann 13. september 2018 að vísa máli Bjarnarins til Aganefndar, vegna ólöglegs leikmanns í tveim leikjum í bikarkeppni ÍHÍ þann 7. og 9. september 2018.0

Falur B. Guðnason lék í báðum leikjum en hann var í banni frá Lyfjaeftirliti ÍSÍ.

 

Úrskurður Aganefndar:

SR-Björninn leikur nr. 1 í bikarkeppni ÍHÍ, 7. september 2018, dæmist 10-0.

Björninn – SA leikur nr. 3 í bikarkeppni ÍHÍ, 9. september 2018, dæmist 0-10.

Björninn íshokkídeild er sektuð kr 100.000.-

Falur B. Guðnason fær tveggja leikja bann í deildarkeppninni sem hefst 2. október 2018.