Úrskurður Aganefndar 12.02.2015

Teknar eru fyrir atvikaskýrslur úr leik UMFK Esju og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki karla leiknum þ. 31.1.15.


Leikmaður UMFK Esju, #19 Gauti Þormóðsson hlaut leikdóm (MP) fyrir slagsmál.

Aganefnd hefur yfirfarið atvikið sérstaklega. Líkt og áður lítur nefndin það mjög alvarlegum augum að leikumaður skuli taka af sér hanska og slá berhentur til andstæðings.

Úrskurður: Leikmaðurinn Gauti Þormóðsson hlýtur tveggja leikja bann.

Leikmaður SR, #10 Arnþór Bjarnason hluta leikdóm (MP) fyrir snertingu við dómara.

Aganefnd metur málið þannig að hér hafi frekar verið um óheppilegt atvik að ræða fremur en einbeittann ásetning. Við ítarlega skoðun á atvikinu er ekki hægt að sjá neina þá hreyfingu hjá leikmanninum sem gefur ástæðu til að ætla að hér hafi verið um ásetningsbrot að ræða. Nefndin telur því rétt að staðfesta sjálfkrafa refsingu fyrir leikdóm, einn leik í bann. 

Úrskurður: Arnþór Bjarnason hlýtur einn leik í bann. 

Fh. Aganefndar

Viðar Garðarsson, formaður