Úrskurður Aganefndar 12 febrúar 2024

Fyrir er tekin atvikaskýrsla úr leik Fjölnis og SA sem leikin var í Egilshöll síðastliðinn laugardag  10. febrúar. 

Fram kemur þar, að eftir að leik lauk hafi leikmenn Fjölnis númer 47 og 77  munnlega veist að dómara leiksins með alls óviðeigndi hætti.
Aganefnd mun hér eftir sem hingað til ekki gefa leikmönnum neitt svigrúm til þess að smætta eða beita einhverskonar ofbeldi gegn þeim aðilum sem stunda dómgæslu á vegum sambandsins. Leikmenn hafa ekki heimild til þess að ræða við dómara eða lýsa áliti sínu á frammistöðu þeirra við dómgæslu. Slíkt er með öllu óheimilt og verður tekið á því af fullri hörku að hálfu aganefndar.

 

Úrskurður: Leikmenn Fjölnis Nr. 47 Martin SVOBODA og 77 Liridon DUPLJAKU eru úrskurðaðir í tveggja leikja bann sem tekur strax gildi.