Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SA og Bjarnarins í 4. flokki karla sem leikinn var þann 23.02.13.
Leikmaður SA nr. 14 Andri Hafþór Sigrúnarson hlaut tvo Misconduct dóma og því sjálfkrafa brottvísun úr leiknum (Game Misconduct.).
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn, Andri Hafþór, sjálfkrafa í eins leiks bann.
Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavíkur og SA Víkinga í meistaraflokki karla sem leikinn var þann 22.02.13.
Leikmaður SR nr. 5 Steinar Páll Veigarsson hlaut brottvísun úr leiknum (Game Misconduct.) fyrir blaðstungu.
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn, Steinar Páll, sjálfkrafa í eins leiks bann.
Fh. Aganefndar
Viðar Garðarsson