Úrskurður aganefndar 1. nóvember 2021

Aganefnd vísar tveimur málum frá. 

Erindi 1

Aganefnd barst erindi frá Stjórn íHÍ vegna atviks sem varð í leik Fjölnis og SA þann 16. október síðastliðinn. Eftir forskoðun, er erindinu vísað frá þar sem reglur leiksins ná yfir þau atvik sem blasa við þegar myndband af atvikinu er skoðað.

Erindi 2

Aganefnd barst erindi frá Skautafélagi Reykjavíkur vegna atviks sem kom upp í leik SA og SR þann 23. október síðastliðnum. Erindinu fylgir nokkuð hátt stemmd atvikalýsing sem virðist nokkuð úr takti við það sem myndbandið af atvikinu sýnir í raun. Erindinu er vísað frá þar sem það uppfyllir ekki þau almennu viðmið sem aganefndin vinnur eftir við úrvinnslu mála sem þessa. 

Til upplýsinga

Hlutverk aganefndar er ekki að leiðrétta eða endurákvarða um úrskurði dómara leiks hverju sinni. Heldur er hlutverk hennar að taka við og fjalla um atvik sem eru fyrir utan þann ramma sem dómara leiksins vinnur með hverju sinni. Í báðum tilvikum sem hér um ræðir, er ljóst að  dómari hefði geta valið betur í úthlutun refsinga innan leiksins. Þau mistök verða ekki leiðrétt af aganefnd heldur með frekari þjálfun og stuðningi hreyfingarinnar við alla þá sem taka að sér dómgæslu á vegum hennar.

 

F.h. aganefndar ÍHÍ

Viðar Garðarsson

formaður aganefndar