Úrskurður Aganefndar 04.11.2014


Fyrir var tekin atvikaskýrsla úr leik UMFK Esju og Skautafélags Akureyrar í mfl. flokki laugardaginn 1. nóvember 2014.
Leikmaður SA nr. 5 Ingþór Árnason fékk Brotvísun úr leik (GM) fyrir Checking to the Head
Úrskurður AganefndarSamkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF hefur aganefnd heimild til að þyngja refsingu fyrir hvert það atvik sem að getið er í leikskýrslu og innifelur Brottvísun úr leik eða þyngri refsingu. Einnig er nú sérstök áhersla lögð á það hjá IIHF og aðildarþjóðum að taka hart á öllum tæklingum sem lenda á höfði eða hálsi andstæðings.  Aganefnd óskaði eftir því við RUV sem tók upp leikinn að fá myndband af atvikinu til að geta skoðað atvikið og hefur það verið skoðað ítarlega. Það er álit aganefndar að um gáleysislega tæklingu hafi verið að ræða þar sem andstæðingurinn hafði ekki möguleika á því að verja sig. Hver og einn leikmaður er ávalt ábyrgur fyrir því að framkoma og  hátterni geti ekki valdið öðrum tjóni.  Í þessu ljósi og með tilvísun í fyrri ákvarðanir aganefndar í sambærilegum málum telur aganefnd hæfilegt að úrskurða eftirfarandi: 

Leikmaður SA, Ingþór Árnason,  er hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann í mfl. flokki. Bannið er allsherjarbann.


Fh. AganefndarViðar Garðarsson, formaður