Úrskurður Aganefndar 03.12.2013

Teknar eru fyrir atvikaskýrslur úr leik Jötna og SR í meistaraflokki karla sem leikinn var þann 30.11.2013.

Leikmaður Jötna nr. 17, Sigurður Reynisson, hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál. 

Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.

Leikmaður SR nr. 28, Guðmundur Þorsteinsson, hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir þriðji maður inní slagsmál. 

Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.


Fh. Aganefndar 

Viðar Garðarsson 
formaður