Úrskurðir aganefndar frá 23. janúar 2007

Fundur aganefndar 2/2007 - 23. janúar 2007 kl: 17:00 
Viðar Garðarsson, Bjarni Grímsson, Sigurður Sveinmarsson varamaður sem tók sæti Jón Heiðars Rúnarssona þar sem hann vék sæti vegna aðildar að hluta af þeim málum sem tekin voru fyrir.
 
Mál númer 1:
Leikur SA og SR í meistaraflokki karla 13. janúar 2007.
Leikmaður Skautafélags Reykjavíkur nr. 11 Petr Krivanek hlýtur einn leik í bann í meistaraflokki karla fyrir að mótmæla dómi skv reglu 550.
 
Mál númer 2:
Leikur SA og Bjarnarins í meistaraflokki karla 20. janúar 2007.
Leikmaður Bjarnarins nr. 42 Gunnar Guðmundsson hlýtur einn leik í bann í meistaraflokki karla fyrir að mótmæla dómi skv reglu 550.
 
Mál númer 3:
Leikur SA og Bjarnarins í meistaraflokki karla 20. janúar 2007.
Leikmaður Bjarnarins nr. 16 Daði Örn Heimisson hlýtur einn leik í bann í meistaraflokki karla fyrir að mótmæla dómi skv reglu 550.
 
Mál númer 4:
Leikur SA og Bjarnarins í meistaraflokki karla 20. janúar 2007.
Leikmaður Bjarnarins nr. 30 Þórhallur Þór Alfreðsson hlýtur 2 leiki í bann í meistaraflokki karla fyrir að ráðast að dómara skv. reglu 550.
 
Mál númer 4:
Leikur Bjarnarins og SR í öðrum flokki karla 16. janúar 2007.
Leikmaður SR nr. 7 Gunnlaugur Karlsson hlýtur 2 leiki í bann í öðrum aldursflokki karla fyrir að ráðast að dómara skv. reglu 550.
Mál númer 5:
Leikur Bjarnarins og SR í öðrum flokki karla 16. janúar 2007
Leikmaður SR nr. 8 Gauti Þormóðsson hlýtur einn leik í bann í öðrum aldursflokki karla fyrir slagsmál skv reglu 528.
 
Mál númer 6:
Leikur Bjarnarins og SR í öðrum flokki karla 16. janúar 2007
Þórhallur Þór Alfreðsson hlaut tvo áfellisdóma (2x10mín) í leiknum sem sjálfkrafa er brottvísun úr leik (GM skv reglu 504). Þórhallur hefur áður hlotið á þessu keppnistímabili brottvísun úr leik, í leik sem leikinn var 13.09.2006 og fær hann því sjálfkrafa einn leik í bann í öðrum flokki karla.
 
Mál númer 7:
Leikur Bjarnarins og SR í öðrum flokki karla 16. janúar 2007
Fyrir var tekin atvikaskýrsla vegna atviks sem verð eftir að leik lauk þar gerði leikmaður Bjarnarins Ingi Þór Ólafsson lítið úr dómurum leiksins með atferli sínu. Aganefnd er sammála um að veita Inga Þór áminningu með því að úrskurða á hann brottvísun úr leiknum (GM) fyrir að sýna dómurum leiksins óvirðingu.
 
Reykjavík 23. janúar 2007
 
Viðar Garðarsson
Bjarni Grímsson
Sigurður Sveinmarsson