Úrskurðir Aganefndar 9.12.2015

Fyrir voru teknar atvikaskýrslur úr leik SR og UMFK Esju í meistaraflokki karla sem leikinn var 24. nóvember sl.

1. Leikmaður Esju nr. 18 Konstantyn Sharapov hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál. Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fær leikmaðurinn bann.

2. Leikmaður Esju nr. 2 Ólafur Hrafn Björnsson hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál. Aganefnd telur að Ólafur hafi haft tækifæri til þess að hætta að takast á og fara að fyrirmælum dómara, um leið og hann og andstæðingur hans voru skildir að. Hann kaus að gera það ekki og hélt áfram að stympast við einn af dómurum leiksins. Með því valdi hann að hlýða ekki fyrirmælum dómara. Úrskurður: Leikmaður Esju nr. 2 Ólafur Hrafn Björnsson hlýtur tvo leiki í bann.

3. Send var inn atvikaskýrsla vegna framkomu þjálfara Esju, Gauta Þormóðssonar, við dómara leiksins að leik loknum. Hvorki leikmenn né þjálfarar hafa leyfi til þess að ávarpa dómara leiksins nema að dómarinn gefi til þess leyfi og þá er einungis er hægt að spyrja út í túlkanir á reglum. Þessi regla er í fullu gildi jafnt fyrir leik í leiknum og á eftir hann. Gauti Þormóðsson braut þess reglu með því að tjá sig án leyfis um eigin sýn á frammistöðu dómarans. Úrskurður: Gauti Þormóðsson hlýtur einn leik í bann.

Fh. Aganefndar

Viðar Garðarsson formaður.