Fundur aganefndar, haldin í netheimum 29. október 2025, klukkan 20:15, fyrir eru tekin nokkur mál sem beðið hafa afgreiðslu.
Mál 1
Tekin er fyrir atvikaskýrsla dómara frá leik SR og SA í U16 aldursflokki frá 18. október 2025.
Úrskurður
Eftir að nefndin hefur farið yfir gögn máls er það álit hennar að ekki sé ástæða til þess að aðhafast frekar vegna málsins.
———
Mál 2
Tekin er fyrir atvikaskýrsla dómara frá leik SR og FJO í U18 aldursflokki frá 17. október 2025. Atvikið sem um ræðir er ekki hægt að sjá á streymi frá leiknum.
Úrskurður
Eftir að nefndin hefur farið yfir þau gögn máls er nefndin hafði til úrskurðar, er það álit hennar að ekki sé ástæða til þess að aðhafast frekar vegna málsins.
———
Mál 3
Tekin er fyrir atvikaskýrsla dómara frá leik SR og FJO í U18 aldursflokki frá 17. október 2025. Nefndin hefur leikskýrslu leiks, atvikaskýrslu dómara og upptöku frá beinu streymi leiksins til þess að meta atvikið.
Úrskurður
Eftir að nefndin hefur farið yfir þau gögn máls er nefndin hafði til úrskurðar, er það álit hennar að ekki sé ástæða til þess að aðhafast frekar vegna málsins.
———
Mál 4
Tekin er fyrir atvikaskýrsla dómara frá leik SA og SR í Topp deild karla, sem leikin var á ofurhelgi í Egilshöll. 25. október 2025. Nefndin hefur leikskýrslu leiks, atvikaskýrslu dómara og upptöku frá beinu streymi leiksins til þess að meta atvikið og byggir úrskurð sinn á þessum gögnum.
Málsatvik:
Leikmaður SA númer 13 er í barningi um lausan pökk fyrir framan mark SR. Í hamaganginum fellur hann flatur inn í markteig (markmannskrísuna) hjá SR. Þar sem hann liggur og er fyrir markmanninum. Dómari flautar og stöðvar leikinn vegna mótherja í markteig. Um leið og flautið gellur, stekkur markmaður SR nr 31 til og byrjar að kíla andstæðinginn sinn sem liggur í markteignum í höfuð með markmanns blocker. Dómari leiksins vísaði leikmanni SR númer 31 út úr leiknum í samræmi við reglu 51.3.
Aganefnd hefur skoðað gögn málsins gaumgæfilega. Líkt og reglur leiksins gefa til kynna hafa markmenn liða ekkert svigrúm til þess að aðhafst eitthvað í þessa veru inn í markteig sínum. Komin slíkt upp er það jafnan litið alvarlegum augum.
Á síðasta Íshokkíþingi var gerð sú breyting á reglugerð um aganefnd, að nú er aganefnd heimilt að hafa brotasögu leikmanna til hliðsjónar við úthlutun refsinga. Við uppflettingu síðustu 5 ára er ekki að finna einn úrskurð aganefndar gegn Jóhanni Björgvin Ragnarssyni. Í því ljósi fellir aganefndin eftirfarandi úrskurð.
Úrskurður
Leikmaður SR númer 31, markmaðurinn Jóhann Björgvin Ragnarsson hlýtur einn leik í bann.
———
Mál 5
Tekin er fyrir atvikaskýrsla dómara frá leik SA og SR í Topp deild karla, sem leikin var á ofurhelgi í Egilshöll. 25. október 2025. Nefndin hefur leikskýrslu leiks, atvikaskýrslu dómara og upptöku frá beinu streymi leiksins til þess að meta atvikið og byggir úrskurð sinn á þessum gögnum.
Málsatvik:
Leikmaður SA númer 44 er að reyna að ná pekkinum af leikmanni SR númer 17, um leið þá skautar leikmaður SR númer 11 framhjá þeim og fær kylfuna frá leikmanni SA númer 44 í andlitið, þannig að tennur brotna.
Aganefnd hefur skoðað þetta atvik á upptöku frá streymi leiksins ítarlega. Einnig hafði nefndin úrskurð sinn frá 7. nóvember 2024 til hliðsjónar.
Allir leikmenn eru ábyrgir fyrir kylfu sinni og að hún fari ekki yfir axlar hæð andstæðings, á þeirri ábyrgð eru engar undantekningar. Það er samdóma álit aganefndar að hér sé ekki um ásetningsbrot að ræða, heldur fremur óhapp, en það losar ekki einstaklinginn sem hélt á kylfunni undan ábyrgð sinni. Til þessa er horft við úthlutun refsingar, einnig er tekið tillit til þess að viðkomandi hefur ekki áður komið við sögu aganefndar.
Úrskurður
Leikmaður SA númer 44 Harrison Nagel er úrskurðaður í tveggja leikja bann.
———
Mál 6
Tekin er fyrir atvikaskýrsla dómara frá leik SA og SR í U16 aldursflokki frá 25. október 2025. Leikmaður SA númer 43 fékk brottvísun úr leik fyrir brot á reglu 50,3 Kneeing.
Úrskurður
Eftir að nefndin hefur farið yfir gögn máls er það álit hennar að ekki sé ástæða til þess að aðhafast frekar vegna málsins. Refsing sú sem úthlutað var af dómara leiks var réttlát og nægjanleg fyrir brotið.
———
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.