Úrskurðir aganefndar 2. janúar 2026

Tekin er fyrir atvikaskýrsla dómara frá leik Fjölnir og SA Víkingar í U18 frá 20. desember 2025. Nefndin hefur leikskýrslu leiks, atvikaskýrslu dómara og upptöku frá beinu streymi leiksins til þess að meta atvikið. 

Málsatvik:
Fjölnir (svartur) nr 9 skýtur kylfu Víkinga (rauður) nr 93 í þann mund sem dómari er að flauta. Atvikið fer í skapið rauðum 93. Þeir enda í slagsmálum þar sem báðir leikmenn falla til jarðar en hætta þó ekki. Hjálmur leikmanns losnar og hnefahöggin halda áfram í báðar áttir þangað til dómari nær að koma  leikmönnum í sundur. Svartur 81 kemur inn í slagsmál sem þriðji maður. Hann neitar að hætta og segir dómurum leiksins að hann þurfi að taka málin í sínar eigin hendur. Honum var vísað úr leiknum fyrir slagsmál af þeim sökum samkvæmt reglu 41.6.

Þess ber að geta að fyrr í leiknum þá slasaðist línudómari og á þessum tímapunkti leiksins hafði leikurinn tekið þá stefnu að vera leikinn í 2ja dómara kerfi en ekki í 3ja dómara kerfi líkt og fyrstu 47 mínúturnar.

Úrskurður:
Eftir að hafa farið ýtarlega yfir atvikaskýrslu dómara og skoðað umrædda upptöku var það álit nefndarinnar að eftirtaldir leikmenn,
SA Víkingar númer 93. Fjölnir númer 9 og Fjölnir númer 81 eru allir úrskurðaðir í eins leiks bann.  Bannið er alherjarbann.