Úrskurðir Aganefndar 19.11 2015


Mál 1

Fyrir var tekin atvikaskýrsla úr leik UMFK Esju og SA í mfl. flokki leikinn laugardaginn 31. október 2015. Leikmaður Esju nr. 22 Andri Freyr Sverrisson hlaut leikdóm (MP) fyrir að slá/hrinda til dómara

Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF felur leikdómur (MP) í sér eins leiks bann en nefndinni er heimilt að þyngja refsingu með viðeigandi hætti í samræmi við alvarleika brotsins hverju sinni.  Sem fyrr er Aganenfd algjörlega samstíga um að beita þá leikmenn sem á einhvern hátt viljandi ýta/slá til/ógna dómara harðari refsingum en almennt er og tekur úrskurður Aganefndar mið af því.

Úrskurður: Andri Freyr Sverrison hlýtur þrjá leiki í bann.

Mál 2

Fyrir var tekin atvikaskýrsla úr leik SA og Bjarnarins í mfl. flokki leikinn laugardaginn 14. nóvember 2015. Leikmaður Bjarnarins nr. 21 Ryley Egan  hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir tæklingu í höfuð (Checking to the head).

Sérstök áhersla er lögð á það hjá IIHF og aðildarþjóðum að taka hart á öllum tæklingum sem lenda á höfði eða hálsi andstæðings enda geta afleiðingar þess orðið alvarlegar og langvinnar.

Aganefnd telur þessi tilvik of mörg í íslensku íshokkí og er samstíga í þeirri ákvörðun sinni að til þess að reyna að stemma stigum við brotum af þessu tagi skuli refsingar vera þungar. Nefndin er líka full meðvituð um að upp geta komið tilvik þar sem illmögulegt er fyrir leikmenn að forða höggi á höfuð og þess vegna mun þurfa að skoða hvert mál gaugæfilega.
Ef áframhald verður á brotum af þessu tagi er nefndin sammála um að til greina komi að beita umtalsvert harðari refsingum en hér birtast.

Nefndin skoðaði þetta umrædda atvik vel og vandlega og var sammála um það að leikmaðurinn, sem hér er til umfjöllunar, hafði alla möguleika á því að forðast snertingu við höfuð með því að beygja frá eða tækla löglega.

Úrskurður: Leikmaður Bjarnarins númer 21 Ryley Egan,  er hér með úrskurðaður í þriggja leikja bann í mfl. flokki.

Mál 3

Fyrir er tekin atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og SR í 3. flokki leikinn þriðjudaginn 17. nóvember 2015.

Leikmaður SR nr. 14 Ómar Söndruson hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir stungu (spearing).

Úrskurður: Fyrrnefndur leikmaður hlaut þann 11.10 sl. brottvísun úr leik í sama flokki og er þetta því hans önnur brottvísun úr leik á tímabilinu. Ómar Söndruson hlýtur einn leik í bann. Bannið er allsherjarbann.

Fh. Aganefndar
Viðar Garðarsson formaður