Upprifjun.

Í þessum skrifuðu orðum stendur yfir dómaranámskeið á vegum ÍHÍ. Í mótinu um helgina mun síðan fyrirlesarinn á námskeiðinu Claus Fonnesbech Christensen vera í störfum eftirlitsdómara á öllum leikjunum og leiðbeina dómrunum. Claus sagði að þær breyttu áherslur sem teknar hefðu verið upp í fyrra í sambandi við holding, hooking ofl. væru eingöngu gerðar til þess að gera leikinn skemmtilegri og hann myndi sérstaklega fylgjast með því að dómarar dæmdu á þessi brot. Það er því ekki úr vegi að birta tengil á frétt sem birtist á þessum vef á síðasta ári en hún var svona.

HH