Uppfærð mótaskrá ÍHÍ

Stjórn ÍHÍ samþykkti í dag uppfærða mótaskrá 2020-2021. 

Keppni hefst þriðjudaginn 19. janúar með leik í Hertz-deild karla, SR og Fjölnir, í Skautahöllinni í Laugardal.

Íshokkíhreyfingin verður að aðlaga sig að sóttvarnarreglum og til að mæta fjöldatakmörkunum má hvert lið vera með 18 leikmenn og tvo markmenn á liðslista.  Engir áhorfendur mega vera viðstaddir en við gerum ráð fyrir að öllum leikjum verði streymt á streymisrás ÍHÍ.

Fjöldatakmörkun í hverju liði gildir í Hertz-deild karla og kvenna og einnig Íslandsmótum U18 og U16.

Hertz-deild kvenna hefst þriðjudaginn 26. janúar með leik Fjölnis og SR og  laugardaginn 30. janúar með leik SA og SR.

Íslandsmót U18 hefst að nýju föstudagskvöldið 29. janúar með leik Fjölnis og SA.

Við minnum á sóttvarnarreglur sem eru uppfærðar reglulega og má finna á heimasíðu okkar.