Uppfærð mótaskrá


Frá barnamóti                                                                                                                                    Mynd: Ómar Þór Edvardsson

Einsog flestir vita þurfti að fresta leikjum síðustu helgar vegna ófærðar og slæms veðurs. Vegna þessa hefur ný mótaskrá tekið gildi og má finna hana hér hægra meginn á síðunni.

Helstu breytingar eru þær að 3. flokks mót sem átti að vera 23 - 25 nóvember hefur verið fært aftur um viku og verður því leikið um mánaðarmótin nóvember/desember. Leikirnir sem fara áttu fram um liðna helgi munu hinsvegar verða laugardaginn 24. nóvember nk.

Einnig hefur HM-mót karlalandsliðs verið fært eftir að breytingar voru gerðar á tímasetninu þess móts á síðasta þingi IIHF.

HH