Ungmennin

Þegar kemur að ungmennunum þá eru það tvö lið sem halda á mót IIHF á vegum Íshokkísamband Íslands. Þ.e. annarsvegar U20 liðið og hinsvegar U18 ára liðin.

U20 mótið fer að þessu sinn fram í Dunedin á Nýja-Sjálandi en um er að ræða 3. deild. Mótið skal samkvæmt áætlun hefjast 29. desember á þessu ári og ljúka þann 4. janúar. Ásamt íslenska liðinu taka þátt eftir styrkleika: Kína, Norður-Kórea, Tyrkland, Nýja-Sjáland og Búlgaría.

U18 ára liðið tekur hinsvegar þátt í 2. deild riðli b. Leikið verður í Novi Sad í Serbíu og fer keppnin fram frá 17 - 23 mars 2012. Íslenska liðið sem á síðasta tímabili vann sig upp úr 3. deild og er því samkvæmt venju raðað neðst í styrkleika þegar kemur að þessu móti. Með Íslandi í riðli eru: Spánn, Eistland, Kína, Serbía og Ástralía.

HH