Undir 18 ára stúlknalandsliðið fer til Suður Afríku í janúar

Á þingi Alþjóða Íshokkísambandsins sem haldið er þessa dagana var ákveðið fyrr í dag að U18KVK mótið sem liðið okkar tekur þátt í verður leikið í Cape Town,  Suður Afríka dagana 26. janúar til 1. febrúar 2026. 

Mótanefnd sambandsins mun á næstu dögum gera þær tilfærslur í mótaskrá sem þarf að gera vegna þessa.  Um tíma leit út fyrir að þetta mót yrði fellt niður vegna þess að ekki fékkst aðili til þess að halda mótið. Það var svo á endasprettinum hér á þingi IIHF sem náðist samkomulag við Suður Afríku að taka að sér mótið.