Undankeppni Ólympíuleika kvenna 2022

Bjarni Helgason hannaði logo okkar riðils og er þar íslenski haförninn, konungur allra fugla sem er …
Bjarni Helgason hannaði logo okkar riðils og er þar íslenski haförninn, konungur allra fugla sem er í forgrunni.

Alþjóðaíshokkísambandið (IIHF) hefur aflýst fyrstu umferð í undankeppni Olympíuleika kvenna sem halda átti í Egilshöll 26. -29. ágúst næstkomandi.

Þátttökuþjóðir auk Íslands voru Hong Kong, Búlgaría og Litháen. 

Búlgaría dró sig úr keppni í byrjun ágúst og í kjölfarið tók stjórn IIHF ákvörðun um að aflýsa mótinu. Tekið var tillit til versnandi áhrifa Covid-19.

Lið Íslands var rankað hæst í þessum fyrsta riðli og fær nú keppnisrétt í annarri umferð, riðil f,  sem mun fara fram í Suður-Kóreu 7. - 10. október næstkomandi. Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Bretland, Slóvenía og Kórea.

Krefjandi en umfram allt skemmtilegt verkefni framundan hjá landsliði kvenna í íshokkí.

Bretland er í 16. sæti á heimslistanum, Kórea í því 19. og Slovenía í 20. og landslið Íslands er í því 31.

Nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðu IIHF.

Dagskrá vetrarolympíuleikanna í íshokkí.