Undankeppni Ólympíuleika

Frá æfingu í morgun
Frá æfingu í morgun

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí hélt í gærmorgun til Valdemoro á Spáni þar sem liðið mun taka þátt í undankeppni fyrir vetrarólympíuleikana sem fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu 2018. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt landslið í íshokkí tekur þátt í undankeppni Ólympíuleika. Undankeppnin er sú fyrsta af þremur sem þarf til að komast inn á leikana en liðið sem vinnur keppnina heldur áfram í næstu keppni. Mótherjar íslenska liðsins eru Serbía, Spánn og Kína en öll þau lið eru á svipuðum stað og Ísland á styrkleikalista Alþjóða íshokkísambandsins. Íslenska liðið á því ágætis möguleika á að komast áfram en liðið hefur sjaldan verið sterkara  og allir leikmennirnir sem gáfu kost á sér eru heilir.

Leikir Íslands eru eftirfarandi:

6. nóvember kl. 15.00 Ísland – Serbía
7. nóvember kl. 18.30 Spánn – Ísland
8. Nóvember kl. 15.00 Kína Ísland

Einsog glöggir legsendur síðunnar hafa tekið eftir  er kominn tengill hægra meginn á síðuna okkar en þar má finnaog tölfræði má finna textalýsingu og tölfræði annarsvegar og streymi frá leikjunum hinsvegar.

Tveir nýliðar eru í liðinu, þeir Falur Birkir Guðnason og Bergur Árni Einarsson sem báðir koma úr Birninum.

Eftirtaldir leikmenn skipa liðið:

Markmenn
Ómar Smári Skúlason Björninn
Snorri Sigurbergsson Krakerne Moss

Varnarmenn
Andri Már Helgason Björninn
Arnþór Bjarnason SR
Bergur Árni Einarsson Björninn
Birkir Árnason Björninn
Ingvar Þór Jónsson SA
Ingþór Árnason Motala AIF
Róbert Freyr Pálsson UMFK Esja
Steindór Ingason Almaguin Spartans

Sóknarmenn
Andri Már Mikalesson SA
Björn Róbert Sigurðarson Kettera
Brynjar Bergmann UMFK Esja
Egill Þormóðsson UMFK Esja
Emil Alengard Haninge Anchors
Falur Birkir Guðnason Björninn
Jóhann Már Leifsson Motala AIF
Jón B. Gíslason SA
Ólafur Hrafn Björnsson UMFK Esja
Pétur Maack  UMFK Esja
Robin Hedström Backen HC
Úlfar Jón Andrésson Björninn

Þjálfari liðsins er svíinn Magnus Blarand og honum til aðstoðar Sigurður Sveinn Sigurðsson.

Myndir: Viðar Garðarsson og Elvar Freyr Pálsson

HH