UMFK Esja - SR umfjöllun

Frá leik UMFK Esju og SR
Frá leik UMFK Esju og SR

UMFK Esja bar á laugardagskvöld sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með fimm mörkum gegn fjórum eftir að jafnt hafði verið að loknum hefðbundnum leiktíma, 4 – 4.

Það voru SR-ingar sem höfðu frumkvæðið hvað markaskorun varðaði í hefðbundnum leiktíma en það var ekki fyrr en í byrjun annarrar lotu sem fyrsta markið kom en þar var á ferðinni Miloslav Racinsky. Brynjar Bergmann jafnaði metin fyrir Esju rétt fyrir miðja lotu. SR-ingar náðu hinsvegar tveggja marka forystu áður en lotan var úti með mörkum frá Bjarka Rey Jóhannessyni og Milan Mach. Esjumenn voru hinsvegar ekki af baki dottnir og jöfnuð metin fljótlega í þriðju lotu og allt útlit fyrir spennandi lokakafla. Fyrirliði SR-inga, Steinar Páll Veigarsson, kom SR-ingum aftur yfir rétt áður en lotan var hálfnuð og þrátt fyrir að vera nokkuð stíft í refsiboxinu virtist það mark ætla að duga SR-ingum. Brynjar Bergmann jafnaði hinsvegar metin fyrir Esju fimm sekúndum fyrir leikslok og framlenging staðreynd.

Með sigrinum heldur Esja áfram toppsætinu í deildarkeppninni en liðið hefur nú 24 stig og er með eins stigs forskot á SA Víkinga sem koma næstir þegar deildarkeppnin er hálfnuð. Í þriðja sæti koma Bjarnarmenn með 13 stig, einu stigi meira en SR sem er í fjórða sæti. 

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Brynjar Bergmann 2/2
Sturla Snorrason 1/1
Daniel Kolar 1/0
Pétur A. Maack 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 0/1

Refsingar UMFK Esju: 12 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:
Miloslav Rascinsky 1/0
Bjarki Reyr Jóhannesson 1/0
Milan Mach 1/0
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Robbie Sigurðsson 0/3
Arnþór Bjarnason 0/1
Jón Andri Óskarsson 0/1

Refsingar SR: 40 mínútur.

Mynd: Kári Freyr Jensson

HH