UMFK Esja - SR umfjöllun

Esja tryggði stöðu sína á toppnum síðastliðinn laugardag þegar liðið bar sigurorð af Skautafélagi Reykjvíkur með fimm mörkum gegn engu. Liðið hefur nú fjögurra stiga forskot á SA Víkinga sem koma næstir en bæði liðin hafa leikið fjóra leiki. 

Esja komst yfir rétt fyrir miðja lotu en þá átti Daníel Kolar skot rétt frá miðju sem Ævar Þór, markmaður SR-inga, varði en hélt ekki pökknum sem lak inn í markið. Stutt síðar urðu SR-inum á mistök sem  Brynjar Bergmann nýtti sér og kom þeim í 2 - 0 forystu en það var jafnframt staðan í lotulok.
Sóknarþungi Esju í annarri og þriðju lotunni var töluverður. Rétt eftir miðja aðra lotu nýtti Esja sér að vera manni fleiri á ísnum en markið átti Andri Þór Guðlaugsson. Innan við hálfri mínútu síðar bætti Brynjar Bergmann við marki með góðu skoti og staða Esju orðin vænleg.
Það var síðan Björn Róbert Sigurðarson sem átti síðasta orðið í leiknum hvaða markskorun varðaði en stoðsendinguna átti Hjalti Jóhannesson.

Refsingar SR: 12 mínútur

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Brynjar Bergmann 2/1
Björn Róbert Sigurðarson 1/1
Daníel Kolar 1/0
Andri Þór Guðlaugsson 1/0
Hjalti Jóhannsson 0/1
Konstantin Sharapov 0/1
Róbert Pálsson 0/1

Refsingar Esju: 4 mínútur.

Mynd: Hafsteinn Snær

HH