UMFK Esja - SR umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Reykjavíkur bar á laugardagskvöld sigurorð af Esju með fimm mörkum gegn tveimur.
SR-ingar voru töluvert sókndjarfari í fyrstu lotu og komust fljótlega yfir með marki frá Styrmi Friðrikssyni. Esjumenn náðu hinsvegar að svara fyrir sig áður um miðja lotu með marki frá Gunnari Guðmundssyni og staðan í lotulok 1 – 1.
Leikur liðanna jafnaðist síðan í annarri lotunni en ekkert mark leit þó dagsins ljós í henni.
Fljótlega í þriðju lotunni komst Esja yfir með marki frá Pétri Maack en Miloslav Rachisnsky jafnaði hinsvegar metin fyrir SR-inga skömmu síðar. Ýmislegt gekk svo á á lokamínútum liðsins en þar náðu SR-ingar að trygga sér sigurinn með þremur mörkum en tvö þeirra komu þegar þeir voru manni undir á ísnum. Mörkin gerðu þeir Miloslav Racinsky, Bjarki Reyr Jóhannesson og Robbie Sigurðsson.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Gunnar Guðmundsson 1/0
Pétur Maack 1/0
Andri Þór Guðlaugsson 0/1
Hjörtur Geir Björnsson 0/1
Mike Ward 0/1

Refsingar UMFK Esja: 31 mínúta.

Mörk/stoðsendingar SR:
Miloslav Racinsky 2/0
Styrmir Friðrikssson 1/0
Bjarki Reyr Jóhannesson 1/0
Robbie Sigurðsson 1/0
Daníel Hrafn Magnússon 0/1

Refsingar SR: 41 mínúta

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH