UMFK Esja - SR umfjöllun

Frá leik liðanna sl. laugardag
Frá leik liðanna sl. laugardag

UMFK Esja bar á laugardaginn sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með fjórum mörkum gegn þremur en framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit eftir að janft hafði verið að loknum hefðbundnum leiktíma.  Eftir langt frí frá keppni hafði bæst í leikmannahóp liðanna. M.a. var Sturla Snær Snorrason og Matthías Skjöldur komnir aftur á ísinn hjá Esju og hjá gestunum var Robbie Sigurðsson aftur mættur til leiks.
Kole Bryce kom Esjumönnum yfir strax í byrjun fyrstu leiksins en nokkuð jafnræði var með liðunum í henni . SR-ingar svöruðu hinsvegar fyrir sig í annarri lotu með tveimur mörkum                frá Victori Anderson og Bjarka Rey Jóhannessyni. Það var þó skammgóður vermir því  Esjumenn jöfnuðu  á stuttum tíma skömmu fyrir lotulok. Bæði mörkin átti Ólafur Hrafn Björnsson en rétt einsog og fyrsta mark Esju, komu þegar liðið voru manni fleiri á ísnum. SR-ingar voru síðan töluvert sterkari í þriðju lotu og náðu að jafna leikinn í 3 – 3 með marki frá Miloslav Racinsky en þrátt fyrir nokkurn sóknarþunga. Strax á fyrstu mínútu framlengingarinnar skoraði Þórhallur Viðarsson gullmarkið með hörkuskoti af löngu færi.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Ólafur Hrafn Björnsson 2/1
Kole Bryce 1/0
Þórhallur Viðarsson 1/0
Pétur Anreas Maack 0/2
Hjörtur Geir Björnsson 0/2

Refsingar UMFK Esja: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:

Vi ctor Anderson 1/0
Miloslav Racinsky 1/0
Bjarki Reyr Jóhannesson  1/0
Arnþór Bjarnason 0/1
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/1
Sam Krakauer 0/1

Refsingar SR: 12 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH