UMFK Esja - SR umfjöllun

Frá leik liðanna sl. föstudag
Frá leik liðanna sl. föstudag

Skautafélag Reykjavíkur bar á föstudaginn sigurorð af UMFK Esju með fjórum mörkum gegn tveimur. Þetta var síðasti leikur beggja liða fyrir jólafrí en flokkurinn hefur leik strax í byrjun janúar.

Leikurinn var nokkuð jafn fyrir utan fyrstu lotuna þar sem SR-ingar voru heldur sókndjarfari. Þeir, frekar en Esju-menn náðu þó ekki að nýta færin og svo fór að ekkert mark var skorað í fyrstu lotunni.

Fljótlega í annarri lotunni komust þó SR-ingar yfir þegar þeir nýttu sér að vera einum fleiri á ísnum en markið gerði Victor Anderson. Rúmlega  mínútu seinna höfðu SR-ingar tvöfaldað forystu sína. Esjumenn höfðu yfirtölu leikmanna á ísnum en SR-ingar náðu skyndisókn sem endaði með að Bjarki Reyr Jóhannesson gaf á Daníel Steinþór Magnússon sem lagði pökkinn í netið. Esja kom sér hinsvegar inn í leikinn á stuttum kafla með mörkum frá þeim Hirti Geir Björnssyni og  Pétri Maack og leikurinn orðinn opinn upp á gátt.

SR-ingar  gerðu hinsvegar útum leikinn í þriðju og síðustu lotunni með  mörkum frá þeim Samuel Krakauer og Arnþóri Bjarnasyni og stigin þrjú því þeirra.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Pétur Maack 1/0
Hjörtur Geir Björnsson 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 0/2

Refsingar UMFK Esja: 26 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:
Victor Andersson 1/0
Daníel Steinþór Magnússon 1/0
Samuel Krakauer 1/0
Arnþóri Bjarnasyni 1/0
Bjarki Reyr Jóhannesson 0/1
Kári Guðlaugsson 0/1
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/1

Refsingar SR:  14 mínútur.

Mynd: Hafsteinn Snær.

HH