UMFK Esja - SA Víkingar umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

UMFK Esja og SA Víkingar mættust í síðari leik helgarinnar í Hertz-deild karla en leikurinn fór fram á laugardagskvöld. Leiknum lauk með sigri SA Víkinga sem gerðu tvö mörk án þess að UMFK Esja næði að svara fyrir sig. Í lið Esju vantaði Ólaf Hrafn Björnsson sem tók út leikbann og einnig var Hjalti Jóhannsson fjarverandi. Víkingar sakna hinsvegar Ingvars Þórs Jónssonar sem glímir við meiðsli.

Jafnræði var með liðunum í fyrstu lotu og það var ekki fyrr en í öðrum leikhluta en það gerði Heiðar Örn Kristveigarson eftir vel útfærða skyndisókn Víkinga. Lengi vel leit út fyrir að þetta yrði eina mark leiksins en seint í síðustu lotunni bætti Mario Mjelleli við marki með góðu skoti af löngu færi.

Með sigrinum náðu Víkingar, sem hafa 34 stig, sjö stiga forskoti á toppnum á Esju sem kemur næst.

Refsingar UMFK Esja: 18 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Mario Mjelleli 1/1
Heiðar Örn Kristveigarson 1/0
Jón B. Gíslason 0/2
Björn Már Jakobsson 0/1

Refsingar SA Víkinga: 6 mínútur.

Mynd: Kári Freyr Jensson

Mynd: