UMFK Esja - SA Víkingar umfjöllun

UMFK Esja bar sigurorð af SA Víkingum með fimm mörkum gegn þremur þegar liðin mættust í Laugardalnum á laugardaginn.

Esja komst yfir með marki frá Ólafi Hrafni Björnssyni eftir að Egill Þormóðsson hafði átt skot að marki Víkinga. Ólafur átti jafnframt annað markið sem kom rétt eftir miðja lotu en fleiri mörk komu ekki í lotunni. 
Fyrrnefndur Ólafur fullkomnaði þrennu sína í annarril lotunni en áður hafði Egill Þormóðsson opnað markareikning sinn. Fyrrnefndur Egill bætti síðan við marki um miðja þriðju lotuna og stigin þrjú langt komin í hús.
Víkingar gáfust ekki upp og um miðja þriðju og síðustu lotuna voru nýttu þeir sér að vera tveimur fleiri. Andri Már Mikaelsson skoraði tvö þeirra en Ingvar Þór Jónssson eitt. 

Með sigrinum komst Esja í efsta sætið tveimur stigum á undan Víkingum sem koma næstir.


Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Ólafur Hrafn Björnsson 3/1
Egill Þormóðsson 2/2
Andri Þór Guðlaugsson 0/1
Konstantin Sharpov 0/1
Matthías S. Sigurðsson 0/1

Refsingar UMFK Esja: 14 mínúturÞeir

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Andri Már Mikaelsson 2/1
Ingvar Þór Jónsson 1/1
Jón Benedikt Gíslason 0/3
Jussi Sipponen 0/1

Refsingar SA Víkinga: 6 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH