UMFK Esja - SA Víkingar umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Seinni leikur helgarinnar var leiku UMSK Esju og SA Víkinga sem fram fór á laugardagskvöldinu. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu þrjú mörk gegn einu marki Esjumanna. Rétt einsog í leiknum sem fram fór kvöldið áður vantaði ekki dramatíkina í leikinn og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútu.

Esjumenn hófu nokkura yfirburði í fyrstu lotunni en það dugði þó ekki til og svo fór að hvorugt liðið náði að skora. Leikurinn jafnaðist nokkuð í annarri lotu en um hana miðja kom fyrsta mark leiksins en það gerði Egill Þormóðsson af miklu harðfylgi. Það var jafnframt eina mark lotunnar. Þriðju lotunnar svipaði nokkuð til þeirra fyrstu, þ.e. Esjumenn voru töluvert sókndjarfari. Um miðja lotuna fékk Esja kjörið tækifæri til að bæta við marki þegar Víkingurinn Ingþór Árnason fékk sturtudóm og heimamenn voru manni fleiri á ísnum í fimm mínútur. Allt kom fyrir ekki og þegar um tvær mínútur lifðu leiks jöfnuðu Víkingar leikinn með marki frá Gunnari Darra Sigurðssyni. Ingvar Þór Jónsson kom Víkingum síðan yfir með góðu skoti innan við mínútu síðar. Esjumenn freistuðu þess að jafna leikinn með því að taka Styrmi Snorrason úr markinu og bæta í sóknina en allt kom fyrir ekki og Andri Már Mikaelsson skoraði í autt markið skömmu fyrir leikslok.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Egill Þormóðsson 1/0
Róbert Freyr Pálsson 0/1
Ólafur Hrafn Björnsson 0/1

Refsingar UMFK Esju: 6 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:
Ingvar Þór Jónsson 1/0
Andri Már Mikalesson 1/0
Gunnar Darri Sigurðsson 1/0
Hilmar Freyr Leifsson 0/1
Jóhann Már Leifsson 0/1
Ben DiMarco 0/1
Sigurður Reynisson 0/1

Refsingar SA Víkinga: 29 mínútur.

Mynd: Hafsteinn Snær

HH