UMFK Esja - SA Víkingar umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Síðari leikur helgarinnar í meistaraflokki karla var leikur UMKF Esju og SA Víkinga og fór leikurinn fram á laugardagskvöldinu. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fimm mörk gegn tveimur mörkum Esju.
Það voru heimamenn í Esju sem höfðu undirtökin í byrjun leiksins og hefðu með smá heppni getað náð 2 - 3 marka forystu í lotunni. Markið varð hinsvegar aðeins eitt og það gerði Ólafur Hrafni Björnssyni  um miðja lotuna. Inþór Árnason jafnaði  fyrir Víkinga fimm míntútum síðar eftir að hafa unnið pökinn nálægt varnarsvæði Esjumanna.  Víkingar sneru leiknum hinsvegar sér í hag í annarri lotunni. Það voru reyndar Esjumenn sem urðu fyrri til að skora þegar Mike Ward kom þeim yfir. Víkingar jöfnuðu hinsvegar jafnharðan en það var Jón B. Gíslason sem metin fyrir þá. 
Víkingar gerðu síðan útum leikinn í þriðju og síðustu lotunni með tveimur mörkum frá Ben DiMarco og einu frá Jóhanni Má Leifssyni. 

Með sigrinum náðu Víkingar sjö stiga forystu á næstu lið sem öll eru í einum hnapp. 

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:

Mike Ward 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
Ragnar Kristjánsson 0/1

Refsingar UMFK Esja: 8 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:

Ben DiMarco 2/0
Ingþór Árnason 1/1
Jón B. Gíslason 1/0
Jóhann Már Leifsson 1/0
Hilmar Freyr Leifsson 0/1
Jay LeBlanc 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Rhett Vossler 0/1
Gunnar Darri Sigurðsson 0/1

Refsingar SA Víkinga: 10 mínútur

Mynd: Hafsteinn Snær

HH