UMFK Esja - SA umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélagi Akureyrar bara á laugardagskvöldið sigurorð af UMFK Esju með átta mörkum gegn þremur. Með sigrinum komu SA-menn menn sér í efsta sæti deildarkeppninnar með sjö stig að loknum þremur leikjum.  Nokkur eftirvænting var í loftinu vegna leiksins en að honum loknum höfðu öll liðin í deildinni mæst einusinni.
Þrátt fyrir að vera töluvert sókndjarfari alveg frá byrjun náðu norðanmenn í SA einungis að skora eitt mark í lotunni þegar Sigurður Reynisson kom þeim yfir á 6. mínútu leiksins.
Í annarri lotu fór hinsvegar að síga á ógæfuhliðina  fyrir nýliðina í Esju og norðanmenn skoruðu fimm mörk í lotunni þar af þrjú þegar þeir voru manni fleiri á ísnum.
Heimamenn náðu hinsvegar að laga stöðuna í þriðju og síðsutu lotunni með 3 mörkum gegn 2 en stigin þrjú voru gestanna.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:

Egill Þormóðsson 1/1
Einar Sveinn Guðnason 1/0
Gunnar Guðmundsson 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 0/2

Refsingar UMFK Esja: 12 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA:

Sigurður Reynisson 3/1
Ben DiMarco 3/1
Jóhann Már Leifsson 1/2
Einar Valentine 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/4
Helgi Gunnlaugsson 0/1
Ingþór Árnason 0/1
Ingólfur Tryggvi Elíasson 0/1
Jón B. Gíslason 0/1

Refsingar SA: 6 mínútur.