UMFK Esja - Björninn umfjöllun

Síðari leikur kvöldsins í Hertz-deild karla fór fram í Laugardalnum en þar bar UMFK Esja sigurorð af Birninum með fjórum mörkum gegn þremur í hörkuspennandi leik. Með sigrinum hafa Esja og Víkingar slitið sig nokkuð frá hinum liðunum en enn eru 27 stig í pottinum fyrir hvert lið svo allt getur gerst.

Það voru Bjarnarmenn sem byrjuðu betur og einum fleiri komust þeir yfir með marki frá  Andra Má Helgasyni. Gunnar Guðmundsson jafnaði hinsvegar metin fyrir Esju þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af lotunni.
Bjarnarmenn náðu hinsvegar tveggja marka forystu um miðbik annarrar lotu. Bæði mörkin komu þegar Björninn hafði yfirtölu leikmanna á ís og voru ágætlega útfærð. Fyrra markið átti Úlfar Jón Andrésson en það síðara Charles Williams. Andri Þór Guðlaugsson náði hinsvegar að minnka muninn fyrir Esju áður en lotan var úti með góðu skoti.
Strax í upphafi þriðju lotu náðu Esjumenn að jafna og komast yfir. Róbert Freyr Pálsson átti fyrra markið en það síðara Patrik Podsednicek.

Mörk/stoðsendingar Esju:

Patrik Podsednicek 1/0
Gunnar Guðmundsson 1/0
Róbert Freyr Pálsson 1/0
Andri Þór Guðlaugsson 1/0
Brynjar Bergmann 0/2
Andri Freyr Sverrisson 0/1
Matthías S. Sigurðsson 0/1

Refsingar Esju: 24 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:

Charles Williams 1/1
Úlfar Jón Andrésson 1/0
Andri Már Helgason 1/0
Birkir Árnason 0/1
Falur Birkir Guðnason 0/1
Edmunds Induss 0/1
Eric Anderberg 0/1

Refsingar Bjarnarins: 12 mínútur


Mynd: Kári Freyr Jensson

HH