UMFK Esja - Björninn umfjöllun

UMFK Esja bar sigurorð af Birninum með átta mörkum gegn einu í leik sem fram fór í Laugardalnum á laugardaginn. Bæði lið spiluðu á flest öllum leikmönnum sem voru á skýrslu.  Allt frá byrjun sást í hvað stefndi og það var Ólafur Hrafn Björnsson sem opnaði markareikning Esju, fljótlega í fyrstu lotu, þegar liðið nýtti sér að vera einum fleiri á ísnum. Liðið bætti síðan við tveimur mörkum fyrir hlé og var komið í þægilega 3 – 0 stöðu.
Þrátt fyrir það máttu Bjarnarmenn eiga það að þeir héldu áfram að berjast en með liðinu spila töluvert margir ungir og óreyndir leikmenn. Fljótlega í annarri lotu bætti Esja við tveimur mörkum en þar voru á ferðinni Björn Róbert Sigurðarson og Brynjar Bergmann. Það var síðan í þriðju lotunni sem Bjarnarmenn náðu að skora en þar var á ferðinni Hugi Rafn Stefánsson en þetta var jafnframt hans fyrsta mark í meistaraflokki.

Esja mætir toppliði SA í Laugardalnum nk. laugardag en kvöldið áður mætast SR og Björninn á sama stað.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Brynjar Bergmann 4/0
Björn Róbert Sigurðarson 1/3
Ólafur Hrafn Björnsson 1/1
Einar Sveinn Guðnason 1/1
Egill Þormóðsson 1/0
Daniel Kolar 0/3
Andri Freyr Sverrisson 0/2
Þórhallur Viðarsson 0/1
Daníel Freyr Jóhannsson 0/1
Andri Þór Guðlaugsson 0/1

Refsingar Esju: 10 mínútur

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Hugi Rafn Stefánsson 1/0
Falur Birkir Guðnason 0/1
Úlfar Jón Andrésson 0/1

Refsingar Bjarnarins: 10 mínútur

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH