UMFK Esja - Björninn umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Björninn og UMFK Esja mættust í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Bjarnarins sem gerði þrjú mörk án þess að Esja næði að svara fyrir sig. Leik SA Víkinga og SR sem átti einnig að fara fram í gærkvöld var hinsvegar frestað en ráðgert er að hann verði spilaður á morgun, fimmtudag.
Þegar stutt var eftir af fyrstu lotu nýttu Bjarnarmenn sér mistök í vörn Esju en það var Gunnlaugur Guðmundsson sem átti markið.
Einum fleiri bættu Bjarnarmenn svo við öðru marki í miðlotunni. Þar var á ferðinni frakkinn Nicolas Antonoff, en hann er um þessar mundir markahæðsti varnarmaður deildarinnar.
Björninn náði síðan að gulltryggja sér sigurinn þegar tæpar þrjár mínútur lifðu leiks. Esjumenn misstu tvo leikmenn af velli og Lars Foder hamraði pökinn í netið án þess að markaður Esju gæti nokkrum vörnum komið við.
Með sigrinum tryggði Björninn sér toppsætið ásamt SA Víkingum en bæði liðin hafa 29 stig en Víkingar eiga þó leik til góða.

Refsingar UMFK Esja: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Nicolas Antonoff 1/1
Lars Foder 1/0
Gunnlaugur Guðmundsson 1/0
Falur Birkir Guðnason 0/1
Óskar Valters 0/1

Refsingar Bjarnarins: 14 mínútur

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH