UMFK Esja - Björninn umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

UMFK Esja og Björninn buðu uppá markaregnsleik í Laugardalnum í gærkvöld. Það voru gestgjafarnir í Esju sem fóru með sigur af hólmi með því að gera 10 mörk gegn 5 mörkum Bjarnarins.

Esja hóf leikinn með miklum látum og raðaði fjórum mörkum á fyrstu níu mínútum leiksins og fjallið því orðið ansi bratt fyrir Bjarnarmenn. Björninn klóraði þó í bakkann með marki frá Brynjari Bergmann skömmu eftir miðja lotu en Ólalfur Hrafn Björnsson svaraði um hæl fyrir Esju sem fór með 5 – 1 forskot inn í leikhléið.
Önnur lotan var á svipuðum nótum og sú fyrsta þó leikurinn jafnaðist aðeins. Sjö mörk litu dagsins ljós, Esja átti fjögur þeirra en Björninn þrjú og úrslitin nokkurn veginn ráðin. Í þriðju og síðustu lotunni dró af liðunum hvað markaskorun áhrærði en þá læddi hvort lið inn einu marki.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:


Ólafur Hrafn Björnsson 3/1
Gunnar Guðmundsson 2/0
Pétur Maack 1/2
Egill Þormóðsson 1/2
Róbert Freyr Pálsson 1/1
Hjörtur Geir Björnsson 1/0
Einar Sveinn Guðnason 1/0
Þórhallur Viðarsson 0/3
Sturla Snær Snorrason 0/1


Refsingar UMFK Esja: 6 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Birkir Árnason 1/2
Lars Foder 1/1
Falur Birkir Guðnason 1/1
Brynjar Bergmann 1/1
Trausti Bergmann 1/0
Nicolas Antonoff 0/1

Refsingar Björninn: 27 mínútur

Mynd: Hafsteinn Snær

HH