Jói komin í gula vestið í Skautahöllinni fyrir norðan
Heilbrigðisteymi Skautafélags Akureyrar hlaut hvatningarverðlaun Ungmennafélags Íslands á sambandsþingi UMFÍ sem haldið var í Stykkishólmi um nýliðna helgi. „Framlag heilbrigðisteymis Skautafélags Akureyrar til öryggis og velferðar iðkenda og gesta í Skautahöllinni á Akureyri er ómetanlegt,“ segir í tilkynningu UMFÍ. Við tökum hér undir hvert orð, því hreyfingin okkar nýtur góðs af þessu frábæra starfi.
Heilbrigðisteymið var stofnað haustið 2023 að frumkvæði Jóhanns Þórs Jónssonar sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanns. Jóa þekkjum við vel því hann hefur einnig farið með landsliðum okkar í keppnisferðir um víða veröld. Teymið fyrir norðan hefur frá fyrsta degi starfað á sjálfboðaliðagrunni. Í teyminu eru í dag um 14 einstaklingar, flestir foreldrar iðkenda, sem allir starfa í heilbrigðisgeiranum – læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraflutningamenn og sjúkraliðar. Allt frábært fólk sem hefur reynst okkar litlu hreyfingu ótrúlega vel.
Innilega til hamingju með þessa viðurkenningu frá UMFÍ SA fólk og sérstakar hamingjuóskir öll þið sem starfið í þessu teymi. VEL GERT!!!