Umferð 2 í undanrásum lokið í RIGA. Norðurlanda slagur í kvöld

Fjórir leikir voru leiknir í RIGA í gærkveldi. Rússar unnu Hvítrússa 3-2, Swiss vann Úkraínu 2-1, Slóvakía malaði Kazakstan 6-0 og Svíþjóð vann auðveldan sigur á Ítölum 4-0. Í dag þriðjudag eru tveir afar athyglisverðir leikir á dagskrá, báðir úr D riðli sá fyrri er slagur granna okkar Dana og Norðmanna það lið sem að vinnur mun áfram leika í hópi þeirra 16 bestu að ári en það lið sem tapar lendir í þeim örlögum að falla niður um styrkleikaflokk, niður í fyrstu deild. Hinn leikurinn er Kanada og USA bæði liðin hafa unnið nokkuð auðvelda sigra á Norðmönnum og Dönum í þessum riðli og nú er komið að alvöru lífsins hjá þessum liðum. Að lokum er líka rétt að minna á stóðviðureign A riðils í kvöld, leik Finna og Tékka, sem stendur standa Finnar örlítið betur að vígi eftir að Tékkarnir gerðu jafntefli við heimamenn Letta. Frammistaða Finnanna á ólympíuleikunum var sérlega glæsileg, stöðug sigurganga þar til í úrslitaleiknum á móti Svíum. Tékkar eru hinsvegar mættir á þetta heimsmeistaramót til þess að verja heimsmeistaratitil sinn. Þannig að hér verðu hörku leikur.