Ferðaáætlun - kostnaður

Æfingabúðirnar eru alltaf að komast meira á hreint. Verð vegna ferðarinnar er kr. 11.500.- Leikmenn eru beðnir um að vera tílbúnir og mæta tímanlega. Ferðina þarf að greiða áður en farið er í rútuna með peningum. Gisting er í svefnpokaplássi þannig að vinsamlegast takið þá með.
 
Föstudaginn 6. nóvember
13.30 Brottför úr Laugardal. (rúta innifalin í verði).
14.15 Brottför úr Egilshöll. (rúta innifalin í verði).

 
Laugardagurinn 7. nóvember
 
07.30 Léttur morgunverður (innifalið í verði).
8.45 Mæting skautahöll.
9.30-11.00 Ís-æfing.
11.30 Matur í skautahöll (innifalið í verði).

12.15 Gengið frá á gistiheimili.
13.00 Göngutúr og sund. (þeir sem ætla með, muna að hafa með sér sundskýlu).
15.00 Skemmtidagskrá (skemmtanastjóri Orri Blöndal).
 
17.00. Miðdegisverður (innifalið í verði).

17.30 Horft á stelpurnar keppa.

19.00 mæting skautahöll og fundur.
20.00-21.45 Ís-æfing.
Pizza á heimleið (innifalið í verði).