Æfingabúðir

Af óviðráðanlegum og persónulegum ástæðum kemst Josh Gribben þjálfari liðsins ekki í æfingabúðir sem halda á um næstu helgi. Samkomulag hefur orðið um milli ÍHÍ og Jóns B. Gíslasonar, leikmanns SA og landsliðsmann, um að Jón stjórni búðunum um næstu helgi. Honum til aðstoðar í búðunum mun verða Ingvar Þór Jónsson leikmaður SA og fyrirliði karlalandsliðsins. Dagskrá og tilhögun búðanna mun liggja fyrir á mánudaginn.

HH