Styttist í brottför.

Þá er farið að styttast í brottför og þegar þetta er skrifað ekki nema rúmlega sólahringur þangað til maður þarf að vakna og koma sér upp á flugvöll. Allt á að vera orðið klárt nema hvað fáeinir eiga eftir að borga og það verður að gerast á morgun. Við minnum einusinni enn á yfirvigtina og einnig á keppnis- og góða skapið. Þeir sem eiga rauðan og bláan TPS galla mega gjarnan nota þá og ég á svo 6 stk niður á skrifstofu ef einhverjir vilja fá lánaðan. Einnig mega þeir sem eiga gráu TPS peysurnar sem við vorum með síðast gjarnan koma með þær. Aðeins er byrjað að snjóa í Canazei og gert er ráð fyrir snjókomu og lítilsháttar frosti fram á mánudag en þá mun sólin taka að skína.

HH