Fundur ofl.

Nú fer að styttast í æfingahelgina hjá liðinu. Fundur með leikmönnum og fararstjórn sem átti að vera á laugardeginum hefur verið færður til föstudags. Hann verður á undan þjálfarafundinum, þ.e. fundurinn hefst klukkan 20.15 á föstudagskvöldinu í Egilshöll. Styrktarbréfin eru tilbúin þannig að þeim sem vantar þau hafi samband á ihi@ihi.is. Ganga þarf frá greiðslu fyrir 3. desember við ÍHÍ og því þurfið þið að vera í sambandi við mig hérna á skrifstofunni varðandi það mál. Upplýsingabæklingurinn varðandi ferðina kemur hér á síðuna í síðasta lagi á morgun og verður eins og vanalega í pdf formi.

HH