Fundur - styrktarbréf

Ráðgert er að halda fund með fararstjórn og liðsmönnum U20 liðsins fyrir pressuleikinn um nk. helgi. Foreldrar leikmanna eru einnig velkomnir. Um er að ræða stuttan fund þar sem farið er yfir það helsta. Fundurinn verður auglýstur nánar eftir helgi.

Þeir leikmenn sem æskja þess að fá styrktarbréf sent vegna ferðarinnar til Ítalíu geta farið að senda mér póst á ihi@ihi.is Bréfið ætti svo að berast þeim í tölvupóst fljótlega eftir helgi.

HH