Nýtt tímabil, nýtt verkefni og nýr þjálfari

Þá er hafið nýtt tímabil og U20 ára landsliðinu býður það verkefni að halda til Cauazei í Ítalíu dagana 9. - 15. desember næst komandi.  Þar mun liðið keppa í 2. deild heimsmeistaramóts IIHF og mótherjarnir verða Ítalía, Rúmenía, Japan, Kórea og Belgía.  Óhætt er að segja að Ísland hafi aldrei áður lent í eins erfiðum riðli og því virkilega spennandi verkefni framundan.
 
Þjálfari liðsins verður Jukka Iso-Anttila sem einnig þjálfar meistaraflokk Bjarnarins.