Dagur 5 - rólegheit og busun

Þrátt fyrir að þessi dagur væri frídagur mættu allir í morgunmat og svo var létt æfing.  Rúmenarnir höfðu daginn áður boðist til að útvega okkur skoðunarferð í einhvern Dracula garð en þangað voru 200 kílómetrar.  Okkur fannst allt of mikið að senda liðið í rútuferð sem gæti tekið 3-4 tíma hvor leið og leyfðum þeim þess í stað að þvælast um bæinn og hvíla sig eins og þeir vildu. 
Í hádeginu fengum við góðar fréttir, taskan hans Þorsteins átti að vera komin til Búkarest og var dómari þar á vegum Rúmenska sambandsins sem ætlaði að koma töskunni á fararstjóra Spánverjanna sem var að fara til bæjarins þar sem við erum.  Stuttu síðar fengum við upplýsingar um að taskan væri á leiðinni með Spænska fararstjóranum.
Í kvöldmatnum sýndu strákarnir í liðinu að þeir kunna að sprella án þess að gera eitthvað af sér.  Einhverjir þeirra höfðu farið í búð og keypt skelfilega ljótar bleikar plastbuxur eða eitthvað þvíumlíkt.  Síðan var lögð töluverð vinna í að laga þær til og nýliðarnir í hópnum sendir í mat í herlegheitunum.  Það vakti mikkla kátínu og hlátur þegar þeir mættu í matsalinn, berir að ofan í rasslausum buxum og fleira.
Rétt eftir matinn fréttum við að Spænski fararstjórinn væri kominn í hús og fórum við því að ná í töskuna hans Þorsteins.  Þegar við spurðum Spánverjan um töskuna kom í ljós að hann var ekki með hana og enginn hafði rætt við hann um að taka tösku fyrir okkur.  Þá hófust hringingar og hlaup sem því miður skilaðu litlum árangri og urðum við að játa okkur sigraða þá um kvöldið.
Strákarnir fóru svo í háttinn um ellefuleytið.

Kv. Jón Heiðar