Dagur 3 - 1. keppnisdagur

Kafteinninn í liðinu spratt á fætur eldhress í morgun, dró litla bróður með sér og ræsti restina af mannskapnum í morgunmat. Fljótlega tóku menn eftir því að aðal-þjálfara liðsins vantaði og var sendur út sérstaklega þjálfaður björgunarsveitarmaður.  Hann kom til baka mað þær fréttir að karlinn lægi veikur með bæði "Gullfoss" og "Geysi" og þyrfti á hvíld að halda.  Helgi Páll ofuraðstorðarþjálfari stjórnaði því ísæfingunni.  Fararstjórarnir voru á meðan sendir af stað að leita að hokkíbúð ef þyrfti að kaupa hokkídót handa Þorsteini í stað þess sem var týnt.
Á farastjórafundi kvöldið áður kom í ljós að Gunni átti inni leikbann síðan í síðasta U18 móti og mátti því ekki taka þátt í leiknum á móti Spánverjum og við vorum svo heppnir að Þorsteinn passaði í allan gallan hans og skautana líka.  Því náðum við að fresta um einn dag að kaupa nýtt dót á Þorstein.
Kl. 13:30 byrjaði svo fyrsti leikurinn, það voru Króatar á móti Ástralíu.  Ástralir voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Króatana sem unnu leikinn 6-1.
Við áttum leik kl. 17:00 á móti Spánverjum.  Fyrir leikinn gerðum við okkur nokkuð góðar vonir um að við gætum unnið þennan leik.  Ed var risinn úr rekkju til að stýra liðinu, en ekki var hann mjög hress að sjá og hafði óvenju lágt á bekknum. 
Leikurinn byrjaði  vel og stjórnuðu  okkar strákar  öllu  spili á vellinum, liðin áttu jafn mörg skot á mark (6:6) en Emil var sá eini sem náði að skora í lotunni og það þegar við vorum manni færri vegna refsingar.  Í annarri lotu vorum við líka mun betri aðilinn og áttum fleiri skot á mark (12:8) en bæði liðin skoruðu 2 mörk.  Þorsteinn og Úlfar skoruðu okkar mörk.  Í þriðju lotu skoruðu Spánverjar 2 mörk sem gerðu út af við leikinn, seinna markið kom þegar einungis 20 sekúndur voru eftir af leiknum. 
Besti leikmaður liðsins var valinn Úlfar Andrésson.
Við erum nokkuð vissir um að við vorum betri aðilinn á svellinu í kvöld en við gerðum nokkur afdrifarík mistök sem kostuðu okkur sigurinn.  Við vorum ekki alveg sáttir við dómgæsluna í leiknum (24:18) þar sem við höfum unnið hart að því að innleiða þær nýju áherslur sem IIHF hefur ákveðið.  Strákarnir okkar spiluðu gott hokkí og fengu varla á sig dóm fyrir kylfubrot.  Á hinn bóginn fengu þeir á sig slatta af dómum fyrir hindrun og ákeyrslu við ramma sem voru mjög eðlilegar ákeyrslur í íshokkíleik. 
Klukkan 20:00 var mótið sett formlega og var síðan spilaður leikur á milli Rúmeníu og Ungverjalands.  Rúmenar virðast vera með mjög gott lið en Ungverjar eru á allt öðru plani og rótburstuðu þá.

kv